Föstudagsspjall Breka Friðmars
Mikið er eitthvað dautt yfir öllum núna. Tja, gerist nú reyndar alla föstudaga. Fólk farið að hugsa um helgina og nennir ekki að blöga. Sem er reyndar synd og skömm, því mig vantar eitthvað til þess að draga mig frá námi. Fyndnar samtímalýsingar eru einmitt það sem læknirinn minn sagði að ég þyrfti til þess að ná niður blóðþrýstingnum. Fekk it maður, varla að ég nenni þessu sjálfur. Var boðið í mat til skítölskukennarans ásamt nemendum í málnotkun tvö. En ég er ekkert í málnotkun tvö, bara ítölsku fyrir byrjendur. Allir að elda og koma með eitthvað. Ég eldaði og kom með rauðvín með mér líka. Enginn borðaði matinn minn en þau drukku þó frá mér rauðvínið. Sem þýðir einfaldlega að ég kann ekki að elda en er sæmilega lúnkinn við að taka með mér áfengi. Enda er ég reyndur maður, tek með mér áfengi um hverja einustu helgi. Aníhús þá var mikið spjallað á skítölsku og allir að vera kammó. Hékk bara með ungum frænda kennarans og útskýrði fyrir honum af hverju Eiður væri Gúddjonnsssen en ekki Arnórsson. Komumst að þeirri niðurstöðu að það hefði eitthvað að gera með skreið, geirvörtur og að það væri í raun í lagi að ljúga að konum því þær eru ekki fólk eins og við. Sem að leiddi af sér langa og leiðinlega umræðu. Rosalega geta sumir verið eitthvað tötsí maður? Fékk nóg að borað og gat skolað því niður með áfengi, svo að allt í allt var þetta fínasta skemmtun. Fyrir utan það að ég fékk að sjá mynd af skítölum að stunda ástarmök í sjónum við Sardínu. Sem þýðir það að ef ég fer þangað fer ég ekki í sjóinn. Þetta er svipað með skítalina og foreldra manns. Maður veit alveg að þau stunda þetta, en maður vill bara ekki vita af því. Djöfull getur maður skrifað þegar maður hefur ekkert að gera. Komst heim að lokum og var mættur til þess að spila fótknattleik við skítali og skspánverja klukkan ellefu í morgun. Er ekki frá því að öll þessi spilamennska í fótknattleik sé að verða þess valdandi að ég lít út eins og latur skeþíópíubúi. Rifbeinin blasa við ásamt smá svona belg til vitnis um það hvað ég er latur að vinna.
No comments:
Post a Comment