I am blind, I really can´t see
Ég er að spá í það að hóra mér í linsur aftur. Kominn með leið á glasses. Var með leið á linsum en nú hef ég skipt um skoðun. Get aldrei ákveðið mig, maður. Er búinn að reyna allt til þess að hætta að nota gleraugu en það virðist alveg sama hvað ég segi oft við sjálfan mig að leggja gleraugunum þá tekst það ekki. Verra en versta eiturlyf í heimi. Háður þessum andskota. Kvíði því að þurfa að sækja um vinnu eftir skólann, fæ væntanlega spurninguna "REYKIRÐU?" Já, svara ég, en það er allt í lagi því ég er miklu háðari gleraugunum. Gleraugu sem er'augu. Gæti jafnvel hent mér í svona leiseraðgerð nema hvað ég held að sá leiser sem ætti að vinna bug á sjónskekkju minni sé enn í notkun hjá bandaríkjaher og komi ekki fyrir almenningssjónir fyrr en mannkynið hefur komið fyrir byggð á sólinni.
Annars er maður bara að undirbúa fyrirlestur á morgun. Nenni svo ekki að halda hann en hvað gerir maður ekki fyrir níu mínútur af frægð. Eins gott að ég fái ekki spurningar, held að "I dunno!" sé ekki fullgilt svar. Væri kannski best að svara fyrstu spurningunni með klassíkinni "þetta er góð spurning" og þegja síðan bara þangað til að tíminn er búinn. Hvað ætla þeir að segja við því? Not a damn thing. Þá er fyrirlestrinum reddað og hugsa sér að ég hafði einhverjar áhyggjur af honum.
Verðlaunaði sjálfan mig fyrir það að hafa verið svona "rosalega" "duglegur" að læra og keypti mér loksins disk sem ég er búinn að vera á leiðinni að kaupa síðan 1987. Screamadelica er loksins orðinn minn. Kostaði líka varla neitt hjá krökkunum í Djappæs. Svo kvöldið er ákveðið hjá mér. Hlusta á screamadelicu og skipuleggja það hvernig ég get látið líða yfir mig í fyrirlestrinum. Kannski ég taki bara reidíóhedd á þetta og leggist í gólfið í miðjum lestri fyrir og svo þegar kennarinn biður mig að standa upp eða útskýra það hvers vegna ég liggi í gólfinu segi ég bara: "Þú vilt í alvörunni ekki fá að vita það". Svo ég er kominn með planbjé ef plana(sjá fyrir ofan) gengur ekki eftir. Reyndar er ég líka með plansé sem gengur út á það að fá einhvern samnemanda minn til þess að byrja að púa á mig í miðjum lestri og heimta það að ég komi mér út. Ég verð voða sár og byrja að grenja og ef planið virkar fæ ég samúðareinkunn fyrir það að vera stór strákur. Hvernig getur kennarinn gefið mér lága einkunn eftir það að ég hafi verið lagður í einelti? Ekki möguleiki að hann sé með það kalt hjarta.
Verð að fara að vinna í því að redda mér meðleigjanda. Sá gamli stakk af til útlanda og hefur ekki sést síðan á flugvellinum í Genúa í september. Hef lúmskan grun um það að hún ætli sér að slá út óopinbera íslandsmet Texasfarans með því að láta ekki í sér heyra í 13 ár. Hringir svo í mig og segir það að hún sé tilbúinn að koma heim, hvort ég eigi nokkuð klink til að lána sér fyrir flugferðinni heim. Allur spenntur og ólmur í það að hitta hana aftur spyr ég svo: "13 ár, hvað varstu að gera allan þennann tíma?" Svarið kemur að vörmu spori, "Bara mest lítið."
Heyrði myndatökumanninn í djúpu lauginni spyrja eftirfarandi spurningar í síðasta þætti. "Svo þið eruð búin að fá ykkur flesk og beikon?" Fékk mig til að hugsa um það þegar ég fékk mér beikon-hlöllana tvo á leiðinni heim um daginn. Ja, reyndar ekki alveg því annar var með fleski en hinn með beikoni.
Hversu frægur er ég að verða ef leitir á "alnetinu" eru farnar að skila þessum niðurstöðum.
No comments:
Post a Comment