Samviskubit dauðans
Ætla að eyða þessum sunnudegi í samviskubit. ANDSKOTANS vitleysa er þetta. Legg til að ég verð sviptur sjálfræði. Lét ég ekki helvítis skjólstæðinginn draga mig út í gær sem endaði náttlega með því að ég var að skríða heim við sólarupprás. Alltof mikill peningur farinn í vitleysu og eitthvað í hnakkanum sem öskrar á mig WHY!? WHY!? WHY!? Gott að vera vitur eftir á ekki satt? Þegar fyrrverandi meðleigjandi minn var hérna passaði hún upp á það að ég gerði ekki svona en núna þegar það er beinlínis ætlast til þess að ég sjái um mig sjálfur (hvaða idjoti datt það í hug?) er ég ekki alveg að ná tökum á þessu.
Guð blessi nú skjólstæðinginn og hans litla kaþólska rassgat, I love the little bastard, en maðurinn er óstöðvandi í því að draga mig út. All day, every day.. var það ekki skrifað svoleiðis í biblíunni? Þá segja margir, en geturðu ekki bara sagt nei tobbalicious? Ef það væri svo auðvelt, ég reyndar segi nei við kvikindið 7 sinnum á dag, en allir hafa sín takmörk og líka litli tobbalicious. Skítalir eru listamenn í því að brjóta niður varnir andstæðinga sinna með stöðugu væli, sms-sendingum og símtölum. Endar alltaf með því að einhver staðar á milli 8 og 200 beiðninar um það að "rétt koma í kaffi", "aðeins að kíkja út" og "heilsa upp á þennann" brotna ég og orðið sem ég vildi ekki segja skríður út og með undrunarsvip spái ég í það hvernig í andskotanum stendur á því að ég sagði "já".
Þá er maður kominn í netið og ekki möguleiki að koma sér út úr því. Nauðugur/viljugur viðurkenni ég. Sérstaklega þegar áfengi er veifað framan í mann og 10 skítalar hvetja mann áfram. Allir vilja vera með tobbaliciousi. Reyndar held ég að ég sé ekkert svona skemmtilegur heldur eiga þau voða erfitt að höndla það að einhver vilji ekki hanga með þeim. Það að ég vilji fara heim er þeim sem rýtingur beint í hjartastað, sem síðan er snúið. Ég hef svo sem gaman að þeirri athygli sem ég fæ, loksins er til fólk sem lítur framhjá þeirri staðreynd að ég er með glæsilegan líkama og sér að ég er hugsandi einstaklingur. Ég er yndisleg sál. Skín sem aldrei fyrr. Persónulegur sigur fyrir alla þá sem hafa þurft að líða fyrir það að vera fæddir fallegir. Við erum meira en meitlaðir magavöðvar!!!
Inni í mér býr lítil dressmann-auglýsing sem vill brjótast út. Kannski ljóðabók?? Hver veit? Ekki ég, það er nokkuð ljóst. Jæja... kominn tími til að hætta þessu blaðri. Farinn að skúra... þangað sæki ég kraftinn til að halda áfram. Ótrauður, óhræddur við þá staðreynd að á morgun kemur annar dagur þar sem ég þarf að finna afsakanir til þess að hitta ekki skjólstæðinginn.
No comments:
Post a Comment