Lukkulegur andskoti!
Alltof duglegur að horfa á hjartaþræðingu í beinni í morgun. Ok, hún var ekki beint í beinni. En hún var beint fyrir framan mig í sjónvarpinu. Skil það svo sem af hverju fólk er að fara hinar ýmsu aðgerði til þess að bæta útlit sitt, en er þetta ekki of mikið??? Þegar fólk er farið að snyrta á sér innanverðar æðarnar einungis til þess að eiga betri séns í gellurnar á Kaffi Rvk! Erum við ekki farin að ganga of langt í hégómanum? Ætlaði að segja eigin hégóma, en væri það ekki bara asnalegt ef við gengjum of langt í hégóma annarra? Endalausar spurningar en engin svör... unga fólkið í dag.
Ég verð kominn til sardínu eftir viku. Sem þýðir að ég er að yfirgefa landið eftir 6 daga. Veit ekki af hverju ég er svona hræddur við það, en þegar ég keypti miðann var september. Nú er moðerfogging desember. Ég líka kominn á hættulegan aldur eftir 10 daga. 27 ára. Ha ha ha ha ha ha... hverjum hefði dottið það í hug? Ekki mér það er nokkuð ljóst. Ætli ég fari ekki að taka Keikó á þetta? Sveltur af kynlífi hníg ég niður úr smá kvefsótt. Kæmi mér ekki á óvart. Voru þetta ekki bara rokkstjörnustælar í kvikindinu? Vissi það að hann myndi lifa af eilífu ef hann myndi deyja sökum eiturlyfja í norskum firði. Kæmi mér ekki á óvart að vita það að norðmenn hafi verið að dæla í hann heróíni. Þessi þjóð svífst einskis til þess að koma sjálfri sér á kortið. Þar á meðal drepa saklausa háhyrninga sem ekkert hafa sér til saka unnið annað en það að vera fallegir.
Andskotinn hafi það að það er kominn mánudagur. Tek því eins og hverju öðru hundsbiti... leggst í jörðina grenjandi og bíð þess að einhver komi og vorkenni mér. Þar sem ég er á þessum miklu tímamótum að detta í 27 árin, ætla ég að taka á öllu mótlæti þannig. Liggjandi á jörðinni hágrenjandi. Nema ég haldi mér bara alltaf á jörðinni (grenjandi, nota bene) og standi aldrei upp. Ég gæti alveg gert það! Maður verður nebblega að setja sér takmörk annars á maður það á hættu að staðna. Ekki viljum við staðna er það? Nei, nei, nei! Helgi Björnsson sagði einhvern tímann: "Eenn mergen vekne ég snemme." Kannski það verði nýja takmarkið mitt, vakna snemma einn morguninn?
No comments:
Post a Comment