December 12, 2003

Skondnar sögur af Ritsjóranum

Ég á vin sem við skulum kalla Davíð. Hann var eitt sinn ritstjóri og stóð sig afar vel að eigin mati. Aðrir voru kannski ósammála en við förum ekki í það núna. Ég kann nokkrar sögur af honum sem ég er að spá í að deila með ykkur. Hann er víst eitthvað á móti því en hér fær hann það launað að hafa ekki gefið mér upp netfangið hjá mikael torfasyni. Já, Davíð minn, lífið er grimmt og leiðinlegt að ég sé beinlínis neyddur til þess að birta þetta. Ég ætlaði að vera þögull sem gröfin.

Fyrsta sagan er svona: Nei, ég var bara að grínast. Vona samt að ritsjórinn hafi svitnað örlítið. Þá er tilganginum náð. Annars er ég einungis að reyna að eyða tímanum áður en skítalinn kemur í mat. Reyni að berjast á móti því að vera dreginn út úr húsi en veit svo vel að ég enda með því að fara út. Kenni um kvenmannsleysi. Ég er nebblega gamall maður og finnst bara ágætt að hanga heima um helgar og belgja mig út af sælgæti. En það gerist ekki lengur... vantar kærustuna nebblega og myndi finnast það frekar sorglegt ef ég væri að punta upp á páfagaukinn og kalla hann kærustuna mína. Þeir myndu væntanlega birta mynd af mér framan á dv sem dýraníðingurinn.

Ég er samt að skemmta mér eins og dýrbítur svona einn í kofanum sko. Nú er enginn að segja mér að ég megi ekki míga framfyrir, þvo teflonpönnuna með sápu og ekki fara í bað í tvær vikur. "Af því að það er ekki ásættanleg framkoma!" Hvað er ásættanleg framkoma? Neita að viðurkenna ykkar brengluðu hugmyndir um hvað er málið. Er nefnilega að lesa bókina, Hvað er málið?, sem er reyndar fyrir unglinga en komst að því samt að stelpur eru með þrjú göt. Að meðaltali í eyrunum. Hvern hefði grunað það?

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt! Svo er vika í brottför til skítalíu. Hugurinn er reyndar kominn hálfa leið. Svo ef einhver í London er að lesa þetta má hann vita það að heilinn á mér er einmitt þar þessa stundina. Enn að gera upp við mig hvort ég eigi að fara til skjólstæðingsins eða hanga með gamla hornamanninum úr hafnafirði? Nú er ég búinn að eiga 7 mjög góð áramót með henni... á maður að breyta til eða halda sig við gamla? Kemur væntanlega allt í ljós, ekki satt? Eða ekki. Hver veit? Ekki ég.

No comments:

Post a Comment