Meikar ekki sens
Stundum sit ég heima, klóra mér í hausnum og hugsa með mér að ég ætti að vera að gera eitthvað. Svo rennur það upp fyrir mér: ég ætti að vera að læra.
Dagur hinna miklu efasemda í dag. Þoli ekki þegar það gerist. Maður hefur samt alltaf gott af því held ég, ekki gaman að halda að maður sé fullkominn. Þetta ár er algjörlega komið í kúk og kannski gott að ég hafi loksins fattað það. Sé það að janúar verður ferðalag um allar helstu stofnanir sem stjórna lífi mínu og væla. Annars hendi ég mér bara til námráðgjafa, felli nokkur tár og vona að allt verði betra.
Nú má spyrja sig hvers vegna í andskotanum ég var að velja tölv. Djöfuls leiðindi. Hey! Svo lengi lærir sem lifir! Rokk og freaking ról. Kemur önnur önn eftir þessa með blóm í haga og ennþá fallegri tobbaliciousi. Ekki það að ég geti orðið miklu fallegri. Það er kvöð sem ég verð að lifa við.
DJÖFULL er nýja auglýsingin frá póstinum bæði pirrandi og ófyndin. Röntgenlæknir maður, röntgenmyndir af börnunum maður. Þið afsakið ef ég hlæ ekki.
No comments:
Post a Comment