Almáttugur, maður!! Mánudagur og allt í orden.
Verð nú að lýsa furðu minni á þessum undarlega mánudegi. Yfirleitt eru þeir algjör dauði en þessi er svo sem ágætur bara. Er reyndar að fara að vinna á eftir, reyndar ekki í búðinni minni. Heldur við það að halda á kössum. Hver hefur ekki gaman að því að halda á kössum? Búinn að halda mér vakandi síðan 7 í morgun og meira að segja læra, veit vel að þetta á ekki að vera að gerast en eins og ég sagði áðan þá er þetta furðulegur mánudagur.
Hef lagt það fram við yfirvöld að 8. nóvember verði svokallaður "Haltu kjafti, lesbían þín dagur." Svipaður og bolludagur fyrir utan það að allar kærustur og/eða eiginkonur vekja kærasta og/eða eigmenn sína með því að læðast upp af þeim og öskra svo í eyrað á þeim: "HALTU KJAFTI, LESBÍAN ÞÍN!!!!." Þannig ætti fólk að geta endurnýjað ástina í sambandinu.
Það er samt örlítill mórall ennþá í mér frá helginni. Stundum á maður ekki að fara út. Lenti í því skemmtilega atriði á aðfararnótt laugardags að mér var sýnd morðtilraun. Sem reyndar ég er virkilega ánægður með því nú eigum við og Hörður Torfa eitthvað sameiginlegt. Væri reyndar ekkert ósáttur við það að einhver myndi reyna að drepa mig ef ég ætti það skilið og það veit Guð að ég hef nú oft átt það skilið. En í þetta skiptið var ég svo saklaus og minn glæpur einungis sá að hafa varið helst til óvarlega í dansinn. Dansaði utan í einhvern risa af manni sem fannst voða fyndið að grípa um hálsinn á mér og halda mér u.þ.b 10 cm frá jörðu. Sem þýddi að ég var að fokking drepast í hálsinum á laugardag og gat varla kyngt. Hetjan og hjásvæfa Bjórmálaráðherra, Stjáni óð í risann og uppskar stærðarinnar marblett á upphandlegg. Þannig að þegar ég býð mig fram til forseta verður slagorðið:
"tobbalicious, sem lætur konurnar um það að slást fyrir sig!"
No comments:
Post a Comment