November 29, 2003

Prüfung....

Upplifi alltaf eitthvað nýtt. Enn og aftur er ég edrú í bænum. Sem er allt í lagi. Skil ekki af hverju ég gerði það ekki fyrr. Er svolítið öðru vísi stemning að fylgjast með góðglöðum íslendingum skemmta sér heldur en að vera góðglaður íslendingur að skemmta sér. Skjólstæðingurinn orðinn ástfanginn af einhverri stúlku sem hann sá í gær sem væri ekki merkileg staðreynd fyrir utan það að kærastan hans kom í morgun í heimsókn á skerið. En skjólstæðingurinn hefur ráð undir rifi hverju og gerði mér tilboð sem ég get varla hafnað, gengur út á það að ég redda honum þessari íslensku sem hann er svo ástfanginn af þessa stundina og ég fæ "afnot" af kærustu hans allann þann tíma sem hún er á Íslandi. Er enn að reyna að finna svar við þessu. Fór þó með honum eldsnemma í morgun út á Loftleiðir að sækja stúlkuna, hálf átta á laugardegi, hvað er að koma yfir mig? Komst þá að því að löggan, sem maður sér ALDREI dags daglega, er MJÖG sýnileg klukkan hálf átta á laugardögum. Allt morandi í löggum og hér um bil hver einasti bíll sem átti leið um miðbæinn var stoppaður. Hvernig væri nú að þessar löggur létu frekar sjá sig í miðbænum á milli 23 og 4 um nætur til þess að fólk sé ekki hrætt við það að fara í bæinn?

Æ fokkitt. Víst ég er kominn í eitthvað móralskt væl þá nenni ég ekki að skrifa meira. Er að reyna að smíða ritgerð. Smitgerð.

No comments:

Post a Comment