Ofsóknir
Kvenmannsleysið er farið að segja til sín. Saga mín er svona. Mig dreymir mjög sjaldan, finnst það allt í lagi. Móður minni kenni ég um það líkt og allt annað. En nú síðustu daga hefur orðið gjörbreyting á og hvað dreymir mig, kvenfólk auðvitað! Þúsundir og milljónir kvenfólks. Út um allt. Fastur í einhverju svona "Nightmare on kvenfólkstreet". Fínn á meðan ég held mér vakandi en á næturnar koma þær og sækja mig. Umkringja mig, angra mig, valda því aðallega að ég vakna sveittur alla morgna sjúgandi á mér þumalinn. Taugahrúgan tobbalicious. Ekki að það sé ekki skemmtilegt að dreyma kvenfólk, það getur verið mjög gaman, en allt er gott í hófi og sá fjöldi af kvenfólki sem mig dreymir þessa dagana er óhóf. Líkaði betur við þá drauma þar sem ég og guð gengum saman ræddum um málefni mannanna og drukkum tuborg. Hvar er guð og tuborginn þegar þú þarft á honum að halda????
No comments:
Post a Comment