November 17, 2003

Djöfuls leiðindi!

Smá mánudagur í manni svo ég ætla að nýta mér aðeins þunglyndið sem fylgir þessum degi. Er nú í fyrsta skipti að hlusta á Sombí þáttinn hjá þeim Sigurjóni og DrpunkturGunna. Aldrei og þá meina ég aldrei skal ég skilja það hvað Sigurjón Kjartansson er að gera í útvarpsþætti sem kenndur á að vera við húmor. Maðurinn er gersamlega algjörlega fullkomlega gersneyddur öllu sem kallast getur húmor. Nú held ég að ég sé að hlusta á þetta með opnum huga.. en ekki einu sinni það getur bjargað þessu. Því oftar sem hann opnar munninn til þess að koma einhverju út úr sér sannfærist ég meir og meir. Just ain´t funny. Virkaði fínn sem bremsa á Jón Gnarr, en þegar húmorslausir menn ætla að þykjast vera fyndnir þá er það einungis sorglegt.

Varð líka fyrir þeirri sorglegu lífsreynslu að sjá hann fara með svokallað uppistand. That hurt. Eitthvað um að fara á stefnumót með níræðri einfættri konu. Reyndar byrjaði "brandarinn" með því hve gömul hún væri, þegar enginn hló ákvað hann væntanlega að bæta þessu með að hún væri einfætt. Sem betur fer þá var tími hans á enda því annars hefði hann örugglega bætt því við að hún væri með gervihönd. Þá hefði salurinn væntanlega sprungið úr hlátri. Eins og þeir segja, ef það virkar ekki í fyrstu tilraun þá skaltu endilega segja það aftur bara aðeins hærra. Ekki það að ég ætlist til þess að Sigurjón hætti í útvarpi, hann ætti samt að láta það vera að þykjast vera fyndinn. Maður getur einungis blekkt hlustendur ákveðið lengi, eftir fjölda ára af engu fyndnu þá hlýtur maður að geta viðurkennt fyrir sjálfum sér að maður sé ekki fyndinn. Mikilvægast að sættast við sjálfan sig, geta litið í spegilinn og verið sáttur við það sem maður sér. Sigurjón gæti litið í hann og sagt við sjálfan sig: "Djöfull er ég bara ekkert fyndinn, merkilegur andskoti."

Talandi um merkilegan andskota. Hvað er málið með ungversku auglýsingarnar hér að ofan? Sendi gúgl harðort bréf í tilefni af því að þeir séu að gera lítið úr menningararfleið minni. Íslandi allt! Líkt og við köllum oft á ungliðafundum Framfarafélagsins sem ég er farinn að sækja í kjallaraíbúð í breiðholtinu á þriðjudögum. Horfum alltaf á fyrri hlutann af Romper Stomper tökum svo pásu og horfum á fyrri hlutann af American history X. Þarf einhvern tímann að leigja þær og sjá hvernig þær enda.

Best að nýta þetta hatur sem ég ber til dagsins í dag og henda mér í skóla. Maður verður að láta sjá sig öðru hvoru.

No comments:

Post a Comment