November 11, 2003

A basic day of nothing

Er þessa dagana að hlusta á nýju diskana mína. Kings of leon eru svo mikil snilld. Mæli með því að þið hendið ykkur út og kaupið helvítið. Það má líka hlusta á eitthvað á síðunni þeirra. Svo er það náttúrulega þetta helvíti, skilst sem svo að þeir séu að koma til landsins.

Fréttir dagsins eru væntanlega þær að Herr Oddsson hefur tilkynnt pöpuli þessa merka lands að eitthvað álíka valda- og tilgangslaust ríki í Afríku ætlar að styðja umsókn okkar í öryggisráð SÞ. Ef það er ekki brandari aldarinnar. Hvað ætlum við að gera þarna? Þó svo þeir myndu útskýra það fyrir mér myndi ég samt ekki skilja það.

Nenni ekki meiru í dag, dreg þátttöku mína í þessum degi til baka. Þið megið eiga hann.

No comments:

Post a Comment