November 13, 2003

Bang bang, my baby shot me down

Því meira sem ég hugsa um það þá er ég alveg 100% á því að Kæl Bæl er brillíant hlutur. Loksins hefur líf mitt öðlast tilgang og þessi flashbökk sem ég hef alltaf fengið um ævina eru ekki lengur vitleysa og hræðsla um að mamma hafi verið að lauma smjörsýru ofaní hafragrautinn þegar ég var ungur. Reyndar samt gruna ég kellinguna um það að hafa gert það, vitum öll að mæður eru sadískir andskotar. Going to hell for that one.

Kominn með einhvern reykingarhósta dauðans. Þá myndu sumir segja: tobbalicious, hættu að reykja. Því svara ég: "Hætt þú bara sjálfur að reykja!". Útrætt mál. Ég er svo góður í svona rökræðum. Fór einu sinni á JC ræðunámskeið sem endaði eins og öll námskeið sem ég fer á, þeir báðu mig um að kenna sér. Ég held það sé bara út af því hve fallegur ég er. Fallegastur ég er, fyrirgefið.

Lítið gert um helgin held ég. Eins og vanalega ætla ég að vinna því ég er svo rosalega duglegur. Heyrumst.

No comments:

Post a Comment