November 17, 2003

Spice up your life!

Helgin búin. Samt er þetta búið að vera fínasta sko. Föstudagur var lengi á stað, eftir átök fimmtudagsins en Lilya-4-ever er góð mynd en kannski ekki eitthvað sem maður vill horfa á áður en maður ætlar út úr húsi. Samt náðu Gullfoss og Geysir að rífa mig upp úr skömminni með snilldarlögum, hvílik snilld að hafa farið út, stefni á það að koma mér aftur til þess að sjá þá. Dansaði eins og óður. Kom mér svo í vinnu á laugardag, alltaf erfitt eftir að hafa skemmt sér daginn áður en það er ekki eins og starf í verslun sé það erfiðasta í heimi. Ekki eins krefjandi og margir halda. Skellti mér svo eftir vinnu til JóSpörra og fékk hjá þeim bjór og G&S (sem er náfrændi G&T). Svo, skítalir á Kúltúra og Kaffibarinn af öllum stöðum. Snéri heim allsgáður og hefði þess vegna getað verið akandi. Tókst samt að halda mér sofandi til hálf þrjú, þegar ER hringdi og við ræddum okkar áhugamál, þýskar orðabækur. Þurfti þó að setja inn nýtt stefnumót í fílófaxið, kemst á jólahlaðborð þann 5.des. Endaði svo daginn á því að þurfa að skúra um hánótt þar sem ég svaf yfir mig. Kenni öllum öðrum um en mér. Ég geri nebblega aldrei neitt vitlaust, það eru allir aðrir sem klúðra málunum. Svo er það bara skóli á morgun, gleðin hættir aldrei.

No comments:

Post a Comment