Gleði í veikindum, veikindi í gleði.
Ákvað að gleðja sjálfan mig svolítið því ég er veikur. Maður verður að gleðja sjálfan sig. Annars deyr maður bara. Svo ég nýtti mér "alnetið" eins og það heitir víst og pantaði mér tónlist.. tónlist til að gleðja veikilíusa. Svo... ég barasta fokking pantaði mér 4 diska af amazon til að reyna að finna gleði. Hef fulla trú á því að þeir veiti mér hana. GRANDADDY til að hrista uppí rednecknum í sjálfum mér. MUSE því að meiri tónlistarsnilld er ekki til í öllum heiminum.
PLACEBO þó svo þeir hafi klúðrað Reading hátíðinni árið 2000. Ég get alltaf fyrirgefið. Svo er það nýja hljónstinn sem ég ætla að fíla. KINGS OF LEON eitthvað við þetta drasl sem heillar. Nú er bara að bíða. Bíða eftir gleðinni. Á meðan ætla ég bara að vera veikur. Fokk hvað ég þoli illa að vera veikur. Kannski ég haldi bara matarboð á laugardag. Víst ég komst að því að ég kann að elda. Nú er bara að finna fólk sem nennir að mæta. Bý til lista, það þykir móðins.
No comments:
Post a Comment