Ágætis helgi
Svolítið vel tekið á því um helgina. Borga seinna. Útlendingapahtí á föstudag og varð fyrir þeirri skemmtilegu lífsreynslu að ég var áreittur kynferðislega á sólon. Gripið þéttingsfast í rasskinnina á mér og gerandinn sleikti svo varir sínar munaðarlega. Er ekki enn búinn að gera upp hug minn hvort ég eigi að kæra. Ég er bara svo miklu meira heldur en þessi meitlaði líkami. Skjólstæðingur minn komst í feitt og náði að troða tungunni á sér upp í viljuga "ástandsstúlku". Ég auðvitað hellti mér yfir hana og hrópaði að henni: "Kanamella! Kanamella! Komdu þér aftur til Rússlands!" Fór eitthvað illa í þau, en einhver varð að segja það.
Laugardagurinn var aftur á móti tekinn með Bjórmálaráðherra og hans lagskonu Stjána. Slaxmál og læti á prikinu. Ég og Stjáni hristum Bootyana í takt við Snúp. Þokkalega svartar rætur í okkur báðum.
Helginni svo slúttað með kjötsúpu hjá afa og ömmu.
No comments:
Post a Comment