Like it used to be
Lunch með mummy dearest áðan. Hef aldrei áður borðað lunch með henni. Fannst ég vera voða merkilegur og því svaraði ég öllum spurningum hennar á þessa leið: "fa fa fafa fa fafafa." Held henni hafi ekki verið skemmt. Það á heldur ekkert að vera skemmtilegt að vera foreldri, hvað gaf henni þá hugmynd veit ég ekki.
Hef verið sakaður um það að verða æ ruglingslegri með hverjum skrifunum. Ég sem skrifa ekkert nema hárbeitta þjóðfélagsádeilu. Minnir mig á það þegar ég var stoppaður einu sinni niður í bæ um klukkan sex um morguninn með orðunum: "Ég gæti alveg lamið þig." Sem ég svaraði: "Já?" Svo honum fannst við hæfi að bæta við: "Ég gæti alveg fengið menn til þess að berja þig." Svo ég sagði: "ókei." Svo mörg voru þau orð. Höfum ekki talast við síðan og ekki enn verið barinn. Vandamálið með æskuna í dag, stendur ekki við neitt. Ruglingslegt my ass!
Lenti enn og aftur í því að einhver heilsaði mér sem ég hef ekki hugmynd um hver er. Reyndar myndarlegasta stelpa sem það gerði. Ég hlýt að líta út eins og einhver annar. Tvífari dauðans. Allir þekkja mig en ég er það þykkur að ég man bara ekki eftir að hafa hitt neinn. Þarf að fara að ganga með skilti framan á mér sem á stendur: Ef þú þekkir mig og ætlar að heilsa, vertu þá svo vænn að kynna þig. Þetta fer að vera vandræðalegt. Vissi ekki að ég þekkti svona marga eða kannski frekar að gaurinn sem ég er alveg eins og þekki svona marga.
Komið nóg í dag. Skítalinn farinn að láta í sér heyra og heimtar að hitta mig í kaffi. Læt það eftir honum og undirbý mig fyrir ammælisveislu í kvöld. Vona að ég hafi stjórn á sjálfum mér og detti ekki í það. Nenni ekki að vera þunnur á morgun. Reyna að koma þessum fyrirlestri/ritgerð frá mér. Þetta á reyndar að vera fyrirlestur um eitthvað tengt gagnagrunnum og gagnasafnsfræði en ég er að spá í það að grafa upp gamlan fyrirlestur úr mr um Júlíus Sesar og athuga hvort einhver fatti það. Þarf ekkert að vera? Ef þeir fatta það er ég tilbúinn með svar: "Nú? Gagnasafnsfræði segirðu? Ég hélt að þú hefðir sagt saga."
No comments:
Post a Comment