Að meta eða meta ekki? Þar liggur efinn.
Nú er komið að úrslitastund. Fundur með skorarformanni og spurning hvort karlinn gefi mér einingarnar eða fari í fýlu því ég vil ekki læra tölv. Vonum að karlinn sé líbó á þessu, ég er það alla vegna.
Endurheimti trúna á sjálfan mig og eldamennsku mína í gær eftir að hafa eldað ofaní skítlendinga og tókst svona líka lukkulega. Fékk svo einn skítlendinginn til þess að vaska upp allt leirtauið sem safnast hefur saman síðustu vikurnar. Það var fínt.
Svo virðist vera komið í ljós hvernig kostnaðarsömustu jól og áramót í heimi munu fara fram. Flý land þann 21.des. Drykkja í Englandsborg um kvöldið með skítala sem staddur verður þar. Lofaði mér ókeypis gistingu. Flogið áfram til Sardínu að heimsækja gamlan félaga úr MR. Ætli hún reyni ekki að hella mig fullann líka? Vonandi ekki, þoli ekki að vera fullur. Væntanlega verður farið í skoðunarferð um Sardínu og almennum viskiptasamböndum komið á. Eins og maður gerir í útlandinu. Eftir nokkra daga þar verður svo haldið til norðurs og "skjólstæðingur" minn býður mér að gista í fjallakofa fjölskyldunnar og læra á snjóbretti. Svo það lítur allt út fyrir að hin mesta skemmtun verði úr, nema að ég brjóti rófubein eða eitthvað. Meira segja búinn að redda mér ferðafélaga í flugvélinni heim. Best skipulagða ferð sem ég hef nokkurn tímann farið í og í rauninn gerði ég ekkert til þess að skipuleggja hana, gerðist bara einhvern veginn. Vonandi nær þetta og það að ég skipti um deild að bjarga geðheilsunni eftir áramót. Hef reyndar enga trú á þvi, en við vonum það besta.
Kemst svo loksins á Kill Bill í kvöld. Þetta er allt að gerast félagar.
No comments:
Post a Comment