November 24, 2003

Mark this life as a draft

Það kemur alltaf að því á mánudögum að maður fær nóg. Ætli það hafi ekki verið skólinn sem gerði útslagið í dag. Leiðinlegustu tímar dauðans. Well, lifi þetta helvíti af. Mundi síðan eftir því að Stjáni læt eitthvað fáránlegt út úr sér á laugardaginn sem ég ætlaði svo að muna eftir og gera grín að henni. En í ellinni er ég orðinn gleyminn. Kannski er ég bara að reyna að gleyma? Alla vegna fram að áramótum. En þá hefst einmitt nýja lífið. Nýr tobbalicious. Spurning hvort ég fari ekki bara að safna skeggi aftur? En það væri bara gamli tobbalicious er það ekki? Þetta kemur allt saman í ljós. Er ekki að stessa mig á því frekar en öðru.

Djöfull er mikill þreytu og hungur mánudagur í mér. Reyni að finna eitthvað fyndið til að skrifa en mundi þá að ég er ekki rassgat fyndinn svo ég gæti örugglega ekki bjargað því. Reyndar búinn að finna eitthvað að gera, ætla að senda póst á Lín og athuga hvort ekki sé lánshæft námið í þessum skóla. Get ekki séð af hverju Lín myndi neita mér um lán. Ef það gengur ekki þá verður stefnan sett á masterinn í tjáningu. Kannski ég hafi alltaf fundist ég vera svona heftur í lífinu vegna þess að mig hefur skort tjáninguna? Svipað og með samkynhneigða, eru þeir ekki alltaf að tala um það hvað þeir verði frjálsir þegar þeir loks koma út úr skápnum? Ég frelsast þegar ég læri að tjá mig. Sé fyrir mér fyrirsögnina í séð og heyrt: "Tjáið sæta naflann minn!" Fer í fólk með Sillý og lýsi því grátandi hversu mikil frelsun það hafi verið að losna undan oki þagnarinnar og geta loksins tjáð mig.

Mín bíður skemmtileg ritgerð að skrifa, ljúga mig út úr því að fara með skjóstæðingnum í Ikea og skrifa svo hótunarbréf til helstu ráðamanna þjóðarinnar. Kannski ekki þetta síðasta en samt væri það nú til þess að halda manni í viðbragðstöðu ef maður vissi að það væri von á lögreglunni á hverri stundu.

No comments:

Post a Comment