November 10, 2003

Blessaður félagi!

Matarbðið gekk ekkert alltof vel. Sko boðið gekk vel en maturinn ekki. Klúðraði svolítið eldamennskunni. Trölladeigspizzur og svo tókst mér meira að segja að hér um bil klúðra spaghettinu. Annars var þetta bara fínasta helvíti, sátum hér til að verða morgunn. Svo ákvað ég að refsa sjálfum mér fyrir það að hafa klúðrað matnum með því að horfa á mína menn klúðra leiknum á móti MU.

Annars ætla ég bara að kenna Bjórmálaráðherra um allt saman. Það verður einhver að taka ábyrgð á þessu. Ég neita að taka ábyrgðina. Fínt kvöld líka á föstudag með Listasmiðinum Völundi, Bjórmálaráðherra, Stjána og Magga Sækó. Komst svo að því á laugardag að bæjardrykkur kópavogis er Kapteinn í vatn. Ef þið eruð að leita að þemadrykkju fyrir næstu helgi þá mæli ég eindregið með því að þið prófið Kópavogskokteilinn.

No comments:

Post a Comment