November 28, 2003

Dagur byrjar

Ef Prestley væri á lífi þá væri hann pottþétt föstudagur. Ekki það að honum langi kannski ekki til þess að vera einhver annar dagur. Það er bara svo mikið rokk að vera föstudagur. Samt verður þessi helgi nú eitthvað lítið rokk, reyna frekar að koma einhverju í verk t.d hætta að reykja, hætta að drekka, fara að stunda líkamsrækt og borða alltaf hollann mat. Sýnist þetta vera eitthvað sem mér ætti alveg að takast. Varla að maður þurfi að leggja mikið á sig? Hversu erfitt ætti það að vera að breyta örlítið til?

Gafst upp. Alla vegna á reykingunum sko. Ekki það að ég hafi verið að reykja þessa síðustu fyrir mig, heldur var það meira gert fyrir sígarettuna sjálfa. Hún lá þarna ein og yfirgefin og kallaði til mín: "Reyktu mig tobbalicious, reyktu mig." Hver er ég að neita lítilli sígarettu um eina ósk. Ekki búinn að fá mér að drekka í morgun svo þetta með sígarettuna var bara svona smá hliðarspor. Ekkert til að hafa áhyggjur af.

Nú er það svo að í því (skrifaði þbí, en ég held það sé ekki orð?) alþjóðasamfélagi sem ég lifi og hrærist í hef ég eignast einhver ógrynni af "vinkonum". Sem gefur enn og aftur til kynna að ég sé "þveröfugur". Nú held ég ágætis sambandi við þær í gegnum svokallað "alnet" með "alnetspósti" sem væri ekki í frásögu færandi. Nema hvað nú er ég að fá fleiri hundruð vinakeðjubréf sem taka hér um bil klukkutíma að lesa og fjalla um það hversu mikilvægt það er að rækta sambandið við vinina. Alltaf slædsjó með voða sætum myndum af björnum eða einhyrningum að sleikja eyrun á öðrum björnum eða eihyrningum sem ég skoða til enda vonandi það að kannski hafi stúlkurnar látið fylgja með eina "heimatilbúna mynd" af sjálfum sér í lokin. Hefur ekki gerst enn, nema þegar mamma sendi mér svona "heimatilbúna mynd" af sjálfri sér með orðunum: "Bara svo þú vitir að ég sé að hugsa til þín". Eníveis, þá er alveg ómögulegt að taka á svona málum. Þessir skítlendingar eru svo rosalega tilfinningaríkir og eru í mesta sakleysi að sýna manni smá vinahót en gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta er pirrrandi að fá þetta. Svo er maður settur í ómögulega aðstöðu því ekki getur maður svarað þessu með t.d "hvað í fokkinu varstu að senda mér? Átti þetta að vera sniðugt eða?" Ætli það endi ekki með því að ég búi til mitt eigið slædsjó um pirringinn yfir því að fá slædsjó. Slædsjóið sem gert var til að enda öll slædsjó? Gæti gengið.

Talandi um skítlendinga. Þá er það nú komið í ljós að forsetinn býr í ráðherrabústaðnum. Sögðu mér það í gær. Ekki ætla ég að leiðrétta þessa mjög svo góðu sögu sem gengur á milli þeirra. Auk þess sem ég er að reyna að sannfæra þau um það að í stað þess að láta hundaat þá erum við með okkar eigið íslenska at sem gengur út á það að láta kindur berjast til síðasta blóðdropa. Þjóðaríþrótt íslendinga er sem sagt kindaat. Látið það ganga.

No comments:

Post a Comment