March 9, 2004

Fljúgðu litli api!

Helvítis Rauði krossinn! Mannúð my gay ass! Fékk eitthvað símtal frá þeim í dag þar sem þeir voru að biðja mig um að láta af hendi nokkrar krónur til styrktar bágstöddum. Ég tjáði konunni sem hringdi að það vildi svo óskemmtilega til að ég ætti ekki krónu til að gefa þennan mánuðinn. EN. Þar sem ég er einstaklega meðvitaður einstaklingur og vil allt fyrir bágstadda gera, bauðst ég til þess að safna í krukku öllum þeim tárum sem ég græt vegna ósanngirni heimsins. Þessa krukku gæti Rauði krossinn svo fengið og jafnvel send á alla bágstöddustu staði heimsins og þar með sýnt bágstöddlendingum að heimurinn vissi svo sannanlega af þjáningu þeirra og þjáist með þeim. Þetta gæti orðið til þess að þau mundu koma sér af rassgatinu og finna sér vinnu. Þau höfnuðu boðinu.

Því segi ég við Rauða krossinn: Þið getið copy-að þetta mannúðarstarf ykkar og paste-að það í rassgatið á ykkur. Öll mín tár eru nú til handa skjólstæðingum Amnesty. Eða... kannski hjálparstarfs kirkjunnar? Viss um að þar vinna ekki samviskulausir tækifærissinnar sem nýta sér góðmennsku borgaranna til þess að vinna sér inn smá pening. Ég ætla sko ekki heldur að nota spilakassana ykkar. Bara frá Háskólanum. Þeir gefa líka miklu betur af sér. Nema kannski einu sinni, en það var líka í Stykkishólmi árið 1985 og ég er löngu búinn að eyða þessum 40 kalli sem ég vann. Gangi ykkur vel að fá hann til baka.

Maður verður að passa sig á þessum svikasamtökum.

No comments:

Post a Comment