Gerast nú undur. Getur það verið?
Heyrði mjög góða útskýringu á þeim vanda sem Pixies-aðdáendur standa frammi fyrir nú þegar þeim býðst loks að sjá þá á tónleikum. Það hefur svo sem ekki tekist vel upp hjá flestum hljómsveitum sem komið hafa saman aftur. Í fyrsta lagi þá er ómögulegt fyrir okkur að sitja heima vitandi það að Pixies séu í nágrenninu en aftur á móti er sú hætta fyrir hendi að það eina sem sitji eftir tónleikana sé sama hugsun og eftir að ég sá Utangarðsmenn á endurkomutúrnum sínum. Þá var hugsuninni beint að Bubba en eftir Pixies er ég hræddur um að hún gæti orðið svona: Djöfull er Frank Black orðinn feitur.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti feitu fólki. Margir af bestu vinum mínum eru ógeðslega feitir. Þekki líka alveg helling af feitum stelpum sem ég væri til í að sofa hjá. Ég er sko ekki með neina fordóma sko! Feitt fólk er frábært! Man þegar ein stelpa sem ég var með var alltaf að spyrja mig hvort hún væri feit og ég sagð alltaf við hana: "Já, þú ert ógeðslega feit. Mér finnst það líka bara fínt. Myndi óska þess að þú værir feitari." Var nú reyndar ekkert mjög lengi með henni. Hún sagði að ég þyrfti að læra mannasiði og eitthvað með að aðgát skyldi höfð í nærveru sálar? Hvað veit ég hvað þetta menntapakk á við?
No comments:
Post a Comment