March 7, 2004

Mannvitsbrekkur

Átti mjög skemmtilegt samtal í gær við unga stúlku. Hvað hefðuð þig gert? Ég gat ekki svarað henni.

Stúlka: "Mig langar rosalega að flytja til Spánar."
tobb: "Nú? Hefurðu eitthvað verið úti á Spáni þá?"
Stúlka: "Bara þegar ég var lítil. Pabbi minn var nefnilega að læra í Maðríð. Ég var bara í maganum á mömmu sko!"

Eftir þetta gat ég ekki talað lengur við hana. Hugur minn höndlaði ekki svarið. Brann yfir. Óli. Þú mátt giska á hver þetta var. Þú hefur hitt hana heima hjá skólstæðingnum.

No comments:

Post a Comment