March 30, 2004

Sorglegt

Mér finnst sorglegt þegar maður fer á skemmtistað og borgar 500 kall inn einungis til þess að vera úthlutað sæti. 22 er því miður orðinn sorglegur staður. Kannski var hann löngu orðinn það. En núna er hann bara enn sorglegri. Það er alla vegna nógu mikið af lausum sætum, gott pláss á gólfinu til að dansa og engin röð á barnum. Verst samt þegar staðir eru svona tómir að dj-inn fríkar einhvern veginn út og fer að heimta af þér óskalög.

"Biddu mig um óskalag."
"Ehhhhh?..... mér dettur bara eiginlega ekkert í hug."
"Geeeerðu það, maður. Djöfull geturðu verið eitthvað leiðinlegur."

Ótrúlega pirrandi þessir dj-ar. Sumir líka lélegri en aðrir. Borga mig alla vega ekki inn þarna aftur. Margir staðir með stóla þar sem maður þarf ekki að borga sig inn til að fá að nota þá.

Róleg helgi liðin. Svo með þetta glóa drasl. Puh! Síðasta skipti sem ég tek orð róna niður í bæ trúanleg. Greinilega ekkert hægt að treysta á þetta lið.

Sunnudagurinn var samt ágætur. Fékk góða hugmynd af internetinu og skrapp því niður í kjallara og náði í gamla twisterdúkinn sem hefur ekki verið notaður í mörg ár. Hélt það myndi verða góð líkamsrækt fyrir mig og þessar nöktu stelpur sem voru að spila hann á internetinu virtustu skemmta sér vel. Svo ég klæddi mig úr og snéri skífunni. Þar kemur eiginlega vandamálið við að spila nakinn-twister við sjálfan sig. Maður þarf alltaf að standa upp til að snúa skífunni og ég var aldrei með það á hreinu á hvaða punktum ég hafi verið áður en ég stóð upp. Auk þess sem að dúkurinn er svolítið kaldur viðkomu og því fór nú stundum hrollur í gegnum mig þegar ég lagðist á hann. BRRRRRRRR!

Samt lífgaði þetta upp á daginn. Sýnir það líka að ég er ekki hræddur við að skemmta mér með sjálfum mér. Og að prófa nýja hluti. Maður verður að prófa nýja hluti til að geta vaxið sem einstaklingur. Auk þess sem þetta var mun skemmtilegri lífsreynsla en sú sem ég upplifði þegar ég ákvað að prófa laufabrauðsgerð nakinn. Það að hnoða, fletja út og skera deigið var svo sem fínt en þegar kom að því að djúpsteikja helvítinn byrjuðu vandræðin. Eftirmála þess ævintýris má reyndar enn sjá á framhandleggjunum, fótunum og þó aðallega maganum og náranum. Vandræðaleg ferð upp á slysó. Ha ha ha ha ha. Ég get þó hlegið að því í dag. Það er fyrir öllu. Verst samt fyrir mömmu. Hún skutlaði mér nefnilega þangað uppeftir. Held það hafi ekki endilega verið meiðslin sem ég hlaut sem hún skammaðist sín fyrir heldur það að hafa þurft að skutla mér þangað nöktum. Sársaukinn var bara of mikill. Gat ómögulega klætt mig í nokkuð. Fyrirgefðu mamma. Þú getur samt treyst á það að þetta geri ég ekki aftur. Live and yuo learn, maður, live and you learn.

Leyfum Helga Björnssyni að eiga lokaorðið í færslunni í dag:

Tebbelece-e-es! Ver eð leseh bleggeð þett eg eg verð bereh eð segjeh eð þeh ert neh bereh e-etthveð kleeeekkeðer meðer. Stend e ske-eh efter eð hefeh leseð þetteh!

No comments:

Post a Comment