Afbrigðilegt
Hæ. Föstudagur og það er kominn tími til þess að taka aðeins til í þjóðfélaginu. Í fyrsta lagi þá endursendi ég þenna póst hér:
Sæl Ásdís.
Ég hef löngum verið mjög hrifinn af Garðabæ og stefni leynt og ljóst
að því að flytja búferlum þangað í nánustu framtíð. Þar sem ég vil fá
að sjá bæjarfélagið vaxa og dafna lét ég mér detta það í hug að þörf
væri á góðu slagorði til þess að vekja athygli á því og hvetja
jafnframt fólk til þess að velta Garðabæ fyrir sér sem góðum kosti.
Fjölskyldubær með stórt hjarta. Alla vegna, þá eru hér tvö slagorð sem
ég hélt kannsk að þið gætuð notað til auglýsingagerðar:
"Garðabær - skör ofar Kópavogi!"
"Garðabær - við erum sko enginn Kópavogur!"
Með kveðju,
Þorvaldur Konráðsson
Hún hefur nefnilega ekki svarað mér enn. Sjáum til hvort hún geri það núna. Hún verður alla vegna að svara. Annars þarf ég að fara að senda þetta einu sinni í viku.
Eftir reykingaráróðurinn sem ég hélt í gær fékk ég geðveikt samviskubit. Maður á ekki að vera að dásama óþverra. Alls ekki. Því ákvað ég að bæta ráð mitt og senda nýjum forstöðumanni, sem þó er kona, tóbaksvarna örlítinn póst:
Sæl Jakobína.
Ég hef löngum barist fyrir því að bann verði lagt við reykingar hér á landi. Þar sem barátta mín hefur hingað til einungis verið beint gegn vinum og ættingjum, með góðum árangri verð ég að segja, þá langaði mig nú að leggja mitt af mörkum til þess að draga úr reykingum almennt.
Þegar ég hef orðið var við að yngri frændsystkyni mín hafi verið að fikta við þennan óþverra hef ég tekið mig til og búið til póstkort og sent þeim. Ég hef orðið var við að þau yngri eru mjög ginnkeypt fyrir grípandi slagorðum sem þau kalla kúl. Mig langaði að senda þér þau tvö sem hafa skilað hvað mestum árangri í þessari herferð minni gegn reykingum í ættinni.
"Reykingar sjúga! -en ekki þú ef þú hættir að reykja núna."
"Dreptu í núna! -þá verður þú meira "kúl" í klíkunni."
Ég vona að þú getir notaði þetta í baráttunni gegn tóbakinu.
Með fyrirfram þökk,
Þorvaldur Konráðsson
Nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég skapi mér nafn sem einhvers konar "slagorðasérfræðingur."
"tobbalicious, Forsetinn er á línunni."
"Hvað vill hann? Ég er eiginlega upptekinn í baði."
"Slagorð fyrir nýja Peysufatasafnið. Aðsókn hefur ekki verið líkt og búist var við. Forsetann vantar eitthvað sem sameinar þjóðina og fyllir hana stolti yfir sameiginlegum arfi."
"Gefðu honum.... "Peysuföt eru líka menning" og "Peysur! Föt! Peysuföt!""
No comments:
Post a Comment