September 1, 2004

Ömurlegt.....

Fékk að sjá nýju íbúðina/geymsluna. Ég er orðlaus yfir því hversu mikill viðbjóður þetta viðbjóðslega litla rottugreni er. Mér líður illa í sálinni. Það kemst ekkert inní hana. Ekki neitt. Kem ekki rúminu, sjónvarpinu, hillunum, geisladiskunum, fötunum og öllu öðru sem ég á. Og ég á ekki neitt!

Héðan í frá verður eggert hinn nýi þekktur sem "VIÐBJÓÐURINN"

No comments:

Post a Comment