September 10, 2004

Gaman að flytja

Gæti verið að ég sé loks búinn að koma mér fyrir. Ef ekki? Kemur í ljós. Veit þó að ég þarf að skrá tölvuna í 5. skiptið í dag. Þá loks ætti allt að smella. Á meðan ætla ég að njóta þess að vera í skóla. Ha ha ha ha ha ha!

Góðu fréttir vikunnar eru þær að KB-borgarnesi ætlar að borga mér þá hluti sem stolið var af mér um daginn. Þarf að færa sönnur á það að ég hafi verið með 7 gullstangir í töskunni. Þeim finnst það frekar ólíklegt. Ég setti bara upp "baby spice" andlitið og spurði þau hvort þetta andlit myndi ljúga. Horfði á þau verða tárvot um augun og bjóða mér kandís fyrir það að halda því fram að ég væri lygari. Gæti horft upp á nokkra milljóna gróða í þessu máli.

Þetta veltur auðvitað allt á því hvort ég sé berdreyminn.

No comments:

Post a Comment