September 5, 2004

Geðsýki

Geðsýki heldur mér frá því að blogga. Kannski að ég þurfi að leggjast inn á spítala? Ég þarfnast alla vegna hjálpar.

Lenti í mjög svo leiðinlegu atriði í KB-Borganesi. Góðkunningi Lögreglunnar sem heitir Sigurður Hólm læddist inn á lager búðarinnar og tók fag-bag í sína vörslu. Með honum fór nýkeyptur Beastie Boys diskur og geisla/mp3 spilarinn sem ég hafði til að stytta mér stundir á löngum gönguferðum. Að ógleymdiri stílabók sem ég veit ekki alveg hvað var skrifað í.

Ætti að vera pirraður yfir þessu en ég bara nenni því ekki. Þannig á maður að taka hlutum sem koma fyrir sig. Ekki persónulega.

No comments:

Post a Comment