Fór í réttir í gær. Hef ekki skemmt mér svona vel síðan einhvern tímann. Gerði samt í rauninni ekkert. Færði kindur til og frá, settist á hest og þambaði áfengi úr plastflösku. En mér fannst það æðislegt. Ekki spillti fyrir að veðrið var æðislegt. Í stuttermabol lengst upp á hálendi í lok september! Furðulegur andskoti. Ég held ég fari pottþétt á næsta ári. Þetta er ótrúleg skemmtun.
Fórum svo í 30 ammæli til frænda fyrrverandi meðleigjanda míns. Fínt partý með fyrrverandi tilvonandi tengdafjölskyldunni. Átti gott spjall við vinkonu fyrrv. meðleigjanda um það hvort enskan ætti orð yfir spöng. Þeir sem vita ekki hvað spöngin er verða að spyrja foreldra sína að því. Ég get ekki verið með sýnikennslu núna. Stúlkan sagðist ekki hafa hugmynd um það hvað þessi líkamshluti væri kallaður á ensku en mér þótti gaman að benda henni á að við byggjum svo vel hér á landi að heil verslunarmiðstöð væri nefnd eftir honum.
Æðislegur dagur sem sagt.


No comments:
Post a Comment