September 2, 2004

Mínus rokkstig

Jó er ekki nógu ánægð með mig. Finnst ég ekki henda nógu miklu. Sérstaklega þar sem ég er að pakka fyrir fyrrverandi meðleigjanda minn líka. Orðaskipti á milli okkar í gær.

"Hentu þessu, tobbalicious! Hún á aldrei eftir að nota þetta."
"Nei, láttu ekki svona. Það getur vel verið að hún ætli að lesa þetta."
"Handbók um óléttu unglinga. Telurðu það líklegt?"
"Jaaaa... maður veit aldrei?!"
"Í leiðinni geturðu hent þessu umsóknarblaði um vist í Vatnaskógi. Hún er orðin of gömul til þess."
"Æi láttu ekki svona! Hún gæti alveg fengið undanþágu. Heyrði um það á Bylgjunni. Það var 40 gaur í Rúmeníu sem fékk undanþágu til þess að fara í barna- og unglingarbúðir þar."
"Bylgjunni! tobbalicious! Þú veist að þetta eru "fréttaskot" sem Kristófer Helgason er að semja sjálfur á kvöldin heima hjá sér. Það er ekki eitt korn af sannleika í þessu."
"VÍST! Þú ert bara að ljúga! Lygalaupur! Lygalaupur! Þú ert líka með hor!"
"Ég er ekki með neitt hor og þú veist það."
"Gætir það samt alveg...."

No comments:

Post a Comment