September 17, 2004

Avec moi

Spænska. Maður er svo mikill tungumálamaður. Munið eftir brandaranum? "Hefurðu séð tungu mála mann?"

"Hvað í fokkinu meinarðu?! Hann var ekkert svona. Hann var: "Hefurðu séð tungu mála skóla?," fíflið þitt!"
"Nú? Sorrý! En ekki kalla mig fífl, gerðu það."
"Af hverju ekki?"
"Æ, það minnir mig svolítið á mömmu. Hún var vön að kalla mig þetta og tannbursta mig með sápu. Æskuminningar. Lengja lífið."
"Ertu að segja mér að mamma þín hafi tannburstað þig með sápu?"
"Ertu heyrnalaus?"
"Nei.. ha? Hvað meinarðu? Ég var bara að endurtaka þetta því þetta kemur mér svolítið á óvart."
"Voru ekki allir tannburstaðir með sápu í æsku? Börn eru ekkert nógu þroskuð til þess að geta notað tannkrem. Það sagði mamma mér."
"Ég held ég þurfi nú að tala við barnaverndarstofu, þó það sé í raun skrifstofa, um móður þína. Bragi þarf að heyra af þessu. Ég held alveg örugglega að þetta flokkist undir ofbeldi. Ekki bætir úr skák að hún kallaði þig fífl líka. Mér blöskrar. Fyrirgefðu að ég skuli hafi kallað þig fífl, ég meinti ekkert með því."
"Allt í lagi."
"En segðu mér hversu lengi tannburstaði hún þig með sápu?"
"Þangað til ég var tólf ára."
"Tólf ára?"
"Þú ættir að athuga þetta með heyrnina. Já, TÓLF ÁRA! Náðirðu því?"
"Hættu þessu. Það er ekkert að heyrninni í mér. Undrun. Bara undrun."
"Sjúkdómur?"
"Hvaða sjúkdómur?"
"Undrun."
"Huh?"
"Er þetta einhver sjúkdómur í eyra... þessi undrun? Hljómar latneskt. Est unum undrun! Ekki satt?"
"Bíddu..... nú missti ég alveg þráðinn. Gleymum þessu bara."
"Nei... sko hélt þetta væri svona furðulegur sjúkdómur eins og Guillain-Barre heilkennið."
"Gullum Cosa?"
"Guillain-Barre heilkennið. Þekkti strák sem fékk það. Hræðilegt."
"Og hvað gerðist?"
"Hann fór í botnlangatöku og þurfti svo að liggja í 3 mánuði vegna Guillani-Barre. Lamaðist allur. Gat sig hvergi hreyft."
"Það er hræðilegt."
"Kannski fyrir hann en við skemmtum okkur vel. Vorum alltaf að teikna á hann typpi og brjóst. Gerði hjúkkurnar brjálaðar."
"Skepnur!"
"Hvað hjúkkurnar? Nei nei, þær voru ágætar. Leiddist bara að þrífa hann alltaf eftir hverja heimsókn."

No comments:

Post a Comment