September 2, 2004

Er að ná áttum

Síðustu nótt í eggerti hinum eldri lokið. Viðbjóðurinn hinum megin við götuna. Bíður bara. Einhvers staðar las ég að það myndi færa manni mikla lukku að sofa fyrstu nóttina í nýrri íbúð allur smurður í hunangi. Gæti það verið rétt? Ég prófa það.

Góðu fréttirnar eru þær að Jó dró mig í Góða hirðinn í gær og við fundum helling af hlutum í nýju íbúðina. Nánar tiltekið skrifborð og hægindastól. Eftir 10 ár af ikea er kominn tími til þess að skipta út. Verða jafn sérstakur í húsgögnum og ég er í sálinni.

Annars vil ég bara benda fólki á að kaupa sér geisladisk sem heitir Sweet oblivion. Með hljónstinni Screaming Trees. Diskur frá ´92 að ég held? Fann hann aftur eftir öll þessi ár og hef ekki náð honum úr tækinu síðan. Ég eeeeeeelska hann svooooo mikið. Ef hann væri Magnús Ver þá myndi ég kyssa hann á upphandleggsvöðvana! Tvisvar! Samt ekki ef hann er með húðsjúkdóm, þá myndi ég sko aldrei getað kysst hann.

Daginn í dag megið þið nýta í að minnast þess að rétt rúmlega ár er síðan ég fékk rósarhrúðrið. Mest tilgangslausasta húðsjúkdóm sem til er. Líkt og læknirinn sagði: "Ég myndi gjarnan vilja segja þér af hverju þú fékkst hann. En við bara vitum það ekki. Það eina sem ég get sagt þér er að fólk fær hann nær eingöngu á vorin og haustin og ef einn meðlimur í fjölskyldu sýkist eru engar líkur að annar geri það."

Hugleiðing: Ef ég dey í ótrúlega freakí flutningaslysi þá verður þetta síðasta færsla n mín.

No comments:

Post a Comment