Sugar sugar
Laugardagur er til þess að fikta í einhverju. En ég má ekki fikta í neinu. Auk þess sem ég er búinn að fresta öllu fram að utanlandsferð. Nú sé ég ekkert annað að gera. Nema að koma mér hjá því að hitta fólk. Andfélagslega þenkjandi þessa dagana. Vildi að ég væri meira eins og Bubbi, gæti bara hórað mér upp í jeppann og keyrt Hvalfjörðinn. Nema hvað ég á engan jeppa og ég er enginn Bubbi.
Ætla að kveðja enn einn útlendinginn í dag. Verena frá Þýskalandi hverfur aftur til síns heima og vill endilega kveðja mig. Veit ekki af hverju þau vilja gera það? Ekki eins og ég hafi verið upp á mitt skemmtilegasta síðasta ár. Ekki verið að elta þau uppi og frekar komið mér undan því að hitta þau heldur en hitt. Eyddi þó með henni nótt á Stanstead svo við gátum ekki orðið annað en vinir. Einn af þessum hlutum sem breyta viðhorfum manns til lífsins. Ég er að grínast.
Samt þegar ég tel upp þá skÍtlendinga sem ég er búinn að kveðja kemur ákveðið mynstur fram: Marcella, Nicoletta, Paula, Ailsa, Moira, Nuria, Marta, Verena og Maxim. Af níu manneskjum voru átta þeirra stelpur. Treysti ykkur ekki til þess að telja rétt. Sorrí. Held að lífið sé að benda mér á eitthvað? Ég kem því samt ekki alveg fyrir mig hvað það er? Sérstaklega þegar því er bætt við að þegar tobbalicious slysast til þess að verða of náinn stúlku fylgja því vandræði og ásakanir. Samt hefur ekki verið lögð inn kæra enn svo ég virðist samt vera réttu megin við línuna.
Held ég verði að taka upp á því að vera meiri skíthæll. Það virðist heilla stelpur. En á móti kemur að stelpur eru geðveikar og ómögulegt að skilja þær. Vill maður eitthvað vera að koma sér í svoleiðis rugl? Er þá ekki betra að gerast metrósexjúall og eyða peningunum frekar í háreyðingarkrem en stelpur?
Farinn að kaupa mér háreyðingarkrem.
No comments:
Post a Comment