September 13, 2004

Uxi '95

Ef einhverjum vantar miða á Uxa þá á ég u.þ.b. 200 stykki. Verð er 7600. Ég er þó reiðubúinn að veita smá afslátt gegn vægri sýningu á geirvörtu. Geri ekki upp á milli kynja.

Ég er kannski búinn að vera svolítið latur að skrifa. Ástæðan er einföld. Ég var nebblega að reyna við stelpu. En það er búið núna. Annars á ég yfir höfði mér dóm. Svona er lífið.

Málið er að ég var að senda henni tölvupóst og sms sem hún svaraði aldrei. Svo ég sendi bara fleiri og lengri tölvupósta og sms. Ætlaði að halda því áfram þangað til hún svaraði. Rakst svo á hana um helgina og komst að því af hverju hún svaraði mér ekki.

tobbalicious: "Hæ, ertu búinn að fá póstinn frá mér?"
hún: "Hvað meinarðu, póstinn? Viltu ekki frekar segja póstana?"
"Ég var kannski svolítið bráður. Hvað er þetta? Hrifinn af þér bara! (blikkaði hana svona til áhersluauka)"
"BRRRRRRR! Í guðanna bænum ekki gera þetta."
"Hvað?"
"Blikka mig. Ég held ég þurfi að æla. Á þig."
"Ég hélt að þig stelpurnar væruð svo hrifnar af svoleiðis? Eins og heimilisstörfum?"
"Þú ert idiot er það ekki?"
"Í hvaða merkingu þá?"
"Heimilisstörf? fíflið þitt! Ég svaraði ekki póstunum og sms-unum því ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að gera það. Hvað þá hitta þig. Datt þér það aldrei í hug?"
"Nei... eiginlega ekki. Hélt þú værir bara löt.... eða kannski feimin."
"Löt! eða feimin!"
"Já.. ég las það á einhverri síðu að stelpur væru yfirleitt latari og feimnari en strákar. Hélt kannski að þú værir með einhvern svona kvensjúkdóm? Eru þið ekki með sérstakan lækni til að taka á þessu? "Sjálfhjálparnámskeið í leti! Allar stelpur að mæta!""
"Þér er ekki viðbjargandi, er það? Þarf ég að fá bróðurinn minn til þess að berja þig? Eða ætlar þú að láta mig í friði?"
"Vertu ekki að ónáða bróður þinn. Það er greinilegt að þú vilt mig ekki."
"Nei?! Etu loksins að fatta það? Á ég að trúa því?"
"Já. Við ættum bara að sleppa því að fara á stefnumót. Held við ættum frekar að vera vinir. Hvernig líst þér á?"
"Nei."
"Ekki einu sinni þótt ég myndi borga þér? Í meiki."
"Hvað meinarðu, í meiki?"
"Æi, þú veist. Þetta drasl sem þið setið framan í ykkur til þess að þykjast vera sætar. Hvað heitir þetta aftur? Já! Varalit og meik. Ég myndi borga þér í varalit og meiki."
Hún tók upp símann og hringdi.
Í dag er ég með þrjú brákuð rifbein, sprungna vör, brákaðan liðþófa í þumli og brotna nögl á vinsti löngutöng. Ég þakka samt guði fyrir það að hún hafi ekki hringt í Sævar bróður sinn heldur gengið sjálf í skrokk á mér. Stelpur eru nefnilega svo aumar sko. Kunna ekkert að slást.

No comments:

Post a Comment