Veit ekki hvað mér á að finnast?
Stoppaði strák í gær í dyrunum á KB-Borgarnesi. Reyndar var ég lítið að fylgjast með honum heldur meira konunni sem var með honum. Sú kona var nefnilega í fylgd með manninum sem stal töskunni minni. Það tók mig svolítinn tíma að fatta það en ég fattaði það að lokum. Tók mér því stöðu við hliðina á henni í búðinni og sagðist ætla að fylgja henni eftir á meðan hún verslaði. Fylgdi henni síðan líkt og skugginn á meðan hún var inni.
Enduðum svo loks á kassanum. Þar byrjaði skrípaleikurinn. Hún verslaði og labbaði út með "vini" sínum. Þjófavörnin fór í gang og ég kallaði á þau aftur. Hafði svo sem grun um að hún væri ekki með neitt á sér en "vinurinn" var náttlega ekki í minni fylgd. Svo hún kemur inn aftur og ekkert gerist. Á meðan stendur vinurinn fyrir utan og röltir fram og til baka. Það eina sem kemur upp úr honum er "Ég er ekki með neitt. Ég tók ekki neitt."
Kalla á hann að koma inn aftur.
"Ég er ekki með neitt."
"Mér er alveg sama," segji ég, "hliðið pípaði ekki á hana. Komdu inn!"
"En ég tók ekki neitt!" Labbaði þó inn og hliðið náttúrulega pípaði á fíflið.
"Ég skil ekkert í þessu. Ég er ekki með neitt. Það hlýtur að vera bilað hjá ykkur hliðið!"
Þegar hann labbaði inn í ljósið tók ég eftir því. Hann var með sár í andlitinu sem er varla hægt að útskýra öðruvísi en að séu afleiðing þess að andlitið á honum sé farið að rotna. Þetta litu nefnilega út eins og bólur en þegar vel var að gáð voru þetta miklu alvarlegri og viðbjóðslegri sár en það. Vantaði bara gröftinn. Þá hefði þetta verið fullkomið.
Við héldum leiknum okkar áfram. Ég að biðja hann um að losa úr vösunum og hann að neita því að hafa tekið nokkuð. Þetta lið er svolítið líkt og börn svo ég bar alltaf fram sömu spurninguna þangað til hann gafst upp og breytti um stíl.
"Ég er bara með sprauturnar mínar í vösunum."
"Mér er alveg sama. Settu þær þá á borðið."
"Bara sprauturnar."
"Mér er sama."
"Ok... ég er samt ekki með neitt."
Byrjar kvikindið þá að taka upp 4.stk af sprautum og einhverja pakka af nálum líka. Þá tók ég líka eftir því hvað hann var með skítugar hendur. Ekki gat ég horft framan í hann. Hann tekur allt upp úr vösunum og endar á því að taka rakvélapakka upp.
"Leyfðu mér að sjá þetta."
"Ég tók þetta ekki héðan."
"sýndu mér pakkann."
"Ég tók þetta annars staðar. Ekki hér."
"Af hverju er þá þjófavörn frá okkur á honum."
"Ég skil það ekki. Ég tók þetta ekki héðan."
"Ertu að segja mér að ég ég skoða eftirlitsmynböndin þá sjái ég þig "ekki" setja þetta ofaní vasann?"
"Hirtu hana bara. Ég nenni ekki þessu veseni. Taktu hana bara."
"Ég ætla líka að gera það."
"Já taktu hana bara."
Þá nennti ég ekki að tala meira og horfði á hann labba út. Tókum númerið á bílnum sem þau voru á og ég hlakka geðveikt til þegar hann kemur aftur. Það er nefnilega eitt við þetta lið sem er að stela frá KB-Borgarnesi. Þau koma alltaf aftur og yfirleitt daginn eftir. Eins og þau skilji ekki myndavélarnar. Skilji ekki að þegar þau eru tekin þá man maður eftir þeim.
Ég legg til sveit manna sem myndi losa okkur við þetta lið. Efast um að það yrði mannsskaði.
No comments:
Post a Comment