September 22, 2004

Bologna...

á morgun. Það gleður mig ógurlega. Loksins smá frí.

Íbúðarviðbjóðurinn svolítið tómlegur þar sem fyrrverandi meðleigjandinn flaug á brott með vinkonu sinni í dag. Ef viðbjóðurinn væri ekki svona lítill þá myndi örugglega heyrast bergmál í ekkasogunum. Ekkó í ekkanum. Ha ha ha ha ha ha! Ahhhhh... shaaaaat aaapp!

Hvað er málið með fólk sem endar allar setningar á "skilurru?!"

"Svo fór ég út í bíl, skilurru?!"

Ef hann náði ekki svo auðskiljanlegum hlut líkt og það að fara út í bíl þá ertu að tala við slefandi hálfvita. Það besta við slefandi hálfvita er að samræður þeirra eru u.þ.b. svona:

"svo fór ég út í bíl, skilurru?!"
"Já þú meinar?"
"Já, því það hefði tekið miklu lengri tíma að labba út í Smáralind, skilurru?!"
"Jááá... þú meinar?"
"Eimmitt! Ég meina það sko!"
"Já. Þú meinar?"

Framtíðin er björt.

No comments:

Post a Comment